Month: April 2010
Mótskrá fyrir 3.Stórmót TSÍ 1.-3.maí 2010
3.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn, 1.maí og verður keppt í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki.
Mótskrá má sjá hér fyrir neðan:
■ ITN Styrkleikaflokkur – Einliðaleikur
■ ITN Styrkleikaflokkur – Tvíliðaleikur
Það verður ekki sérstakt mót fyrir 10 ára og yngri (krakkar fædd 2000 og síðar) í þetta skiptið, heldur verða þeir krakkar sem skráðu sig í þann flokk með í ITN styrkleikaflokkinum. Að sjálfsögðu verða þó veitt verðlaun í 10 ára og yngri flokknum eftir árangri þeirra í mótinu. Read More …
Hörkukeppni í tvíliða- og tvenndarleik á Íslandsmótinu innanhúss
Sökum mikillar þátttöku á Íslandsmótinu innanhúss í lok mars síðastliðinn lauk tvíliðaleikskeppninni ekki fyrr en nú um helgina. Í tvíliðaleik karla sigruðu landsliðsmennirnir Andri Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Leifur Sigurðarson þá feðga Raj Kumar Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius báðir úr Tennisdeild Víkings í hörkuleik
22. Ársþingi TSÍ lokið – nýr formaður kosin
Ársþing TSÍ var haldið í 22. sinn í gærkvöldi og slitið rétt fyrir kl 22:00. Skjöldur Vatnar Björnsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður Tennissamband Íslands eftir að hafa sinnt því hlutverki með miklum sóma í tæp 12 ár eða síðan 12.desember 1988. Skildi
3.Stórmót TSÍ 1.-3.maí 2010
3. Stórmót TSÍ verður haldið 1-3. maí næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótinu er skipt í þrjá flokka, “Mini Tennis” fyrir þá yngstu (fæddir árið 2000 eða yngri), 10 ára og yngri, og svo “Styrkleikaflokk” fyrir alla aðra. Markmið með ITN styrkleikaflokknum er að allir
Kvennalandsliðið kemst ekki á Fed Cup vegna eldgossins
Íslenska kvennalandsliðið, sem var skipað Eirdísi Heiði Chen Ragnarsdóttur, Irisi Staub, Sigurlaugu Sigurðardóttur og Söndru Dís Kristjánsdóttur, þurfti að hætta við þáttöku á Fed Cup sem fara átti fram 21.-24. Apríl næstkomandi í Kaíró í Egyptalandi. Flugið sem íslenska liðið átti til Egyptalands hefur verið
Endurbætur á ITN Stigalista TSÍ
Endurbætur hafa orðið á ITN Stigalista TSÍ með þeim hætti að leikmenn geta verið fljótari að hækkka/lækka á listanum en áður. Áður var það þannig að þegar leikmaður hafði unnið 7 leiki fleiri en hann hafði tapað fyrir með sama eða betra (lægra) „Entry ITN“
Ársþing TSÍ verður haldið 20.apríl kl 18:30
Ársþing Tennissambands Íslands verður haldið þriðjudagskvöldið 20. apríl næstkomandi í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sal E og hefst kl. 18:30.
Allir tennisáhugamenn hvattir til að mæta. Read More …
TSÍ styrkir unga tennisspilara í sumar sem keppa á viðurkenndum mótum erlendis
Tennissamband Íslands hefur ákveðið að styrkja unga tennisspilara til að keppa á viðurkenndum mótum erlendis í sumar. Tennisspilarar yngri en 20 ára fá 10.000 kr styrk frá Tennissambandi Íslands fyrir hvert mót sem þeir keppa á vegum viðurkennds tennissambands sumarið 2010. Þó mun TSÍ að
Sandra Dís og Raj Íslandsmeistarar innanhúss
Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj Kumar Bonifacius úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar innanhúss í meistaraflokki karla og kvenna. Íslandsmótinu lauk á miðvikudaginn en hafði þá staðið þar yfir frá laugardegi. Mjög góð þátttaka var í mótinu eða yfir 120 þátttakendur sem stóðu sig allir