5.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn

Fimmta og jafnframt síðasta Stórmót TSÍ á árinu hefst á laugardaginn, 21.nóvember. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki. Mótskrá má sjá hér fyrir neðan:

Mini tennismótið fyrir 10 ára og yngri verður á mánudaginn, 23.nóvember og hefst kl 14:30.

Verðlaunaafhending og pizzapartý verður eftir úrslitaleikinn í einliðaleik sem hefst kl 16:30 á mánudaginn.

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:

  • 1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
  • 6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
  • 11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
  • 16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og skokka/teygja. Mótstjóri er Andri Jónsson sími 866-4578 .