Ísland lauk keppni sinni á Smáþjóðaleikunum í San Marino síðastliðinn föstudag. Jón-Axel Jónsson, landliðsþjálfari, var þar staddur með liðinu. Íslenska liðinu tókst því miður ekki að knýja fram neina sigra í þetta skiptið, enda um gríðarlega sterkt mót að ræða. Einn dagur til að aðlagast leirvöllunum og hitanum var heldur ekki alveg nægilega mikill tími […]
Stjórn Tennissambands Íslands staðfestir hér með þátttakendur í eftirfarandi verkefni: Verkefni: Smáþjóðleikar 2017 Dagsetning: 28.maí-04.júní 2017 Staðsetning: San Marino Tennisspilarar: Birkir Gunnarsson, Rafn Kumar Bonifacius, Hera Björk Brynjarsdóttir, Anna Soffía Grönholm Fararstjóri: Jón Axel Jónsson Stjórnin óskar þátttakendum góðrar ferðar og góðs gengis. Fyrir hönd Tennissambands Íslands, Jón-Axel Jónsson Landsliðsþjálfari
Íslensku keppendurnir féllu allir úr leik á öðrum keppnisdegi Smáþjóðaleikanna í gær. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir féll úr leik í einliðaleik kvenna eftir að hafa tapað fyrir Kathinka Von Deichmann frá Liechtenstein í 2.umferð. Von Deichmann er næststerkasti keppandi mótsins samkvæmt styrkleikalista og í 393. sæti á heimslistanum. Hjördís Rósa átti erfiðan leik gegn Von Deichmann sem sigraði […]
Birkir Gunnarsson og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir byrja vel á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna en þau eru bæði komin áfram í 2.umferð í einliðaleik. Birkir mætti Bradley Callus frá Möltu í 1. umferð í einliðaleik og sigraði hann í tveimur settum, 6-2 og 6-1, í leik sem stóð yfir í rúman klukkutíma. Birkir hafði áður keppt við Callus […]
Ísland hefur keppni á Smáþjóðaleikunum á Íslandi á morgun og spila bæði í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna. Keppt er í Tennishöllinni Kópavogi. Birkir Gunnarsson keppir fyrsta leik fyrir Ísland á móti Bradley Callus frá Möltu klukkan 10 í fyrramálið. Rafn Kumar Bonifacius spilar næsta leik kl 11 á móti Laurent Recouderc frá Andorru. […]
Nú eru einungis nokkrir dagar í að Smáþjóðaleikarnir hefjist á Íslandi en þeir standa yfir 1.-6.júní næstkomandi. Keppni í tennis hefst 2.júní. Íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum er skipað eftirfarandi leikmönnum: Anna Soffia Grönholm Birkir Gunnarsson Hera Björk Brynjarsdóttir Hjördís Rósa Guðmundsdóttir Rafn Kumar Bonifacius Liðsstjóri: Magnús Gunnarsson Flokkstjóri: Þrándur Arnþórsson Greinarstjóri: Raj K. Bonifacius Ísland […]
Í dag lokar skráningarkerfi sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikum 2015 formlega. ÍSÍ hvetur þá sem ekki hafa þegar skráð sig til að skrá sig í dag á heimasíðu leikanna. www.iceland2015.is. Smáþjóðaleikarnir þarfnast framlag sjálfboðaliða. Vilt þú taka þátt sem sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík dagana 1.-6. júní 2015. Hefur þú áhuga á að kynnast jákvæðu fólki í skemmtilegu […]
Smáþjóðaleikarnir þarfnast framlag sjálfboðaliða. Vilt þú taka þátt sem sjálfboðaliði á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík dagana 1.-6. júní 2015. Hefur þú áhuga á að kynnast jákvæðu fólki í skemmtilegu umhverfi, fylgjast með besta íþróttafólki Evrópu og jafnvel sjá ný íþróttamet slegin? Smáþjóðaleikarnir eru einstakur viðburður í íslenskri íþróttasögu og því hvetur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands alla […]
Fyrsti undirbúningsfundur vegna Smáþjóðaleikanna 2015 var haldinn síðastliðinn sunnudag. Fundurinn gekk vel og hægt er að nálgast kynninguna frá fundinum hér. Tennissambandinu vantar sjálfboðaliða í fjögur mismunandi störf:
Stóladómarar (18 ára og eldri)
Línudómarar (16 ára og eldri)
Boltasækjendur (11 ára og eldri)
Afgreiðsla (16 ára og eldri)
Undirbúningsfundur vegna smáþjóðaleikanna 2015 verður haldin sunnudaginn 9.mars næstkomandi kl 12:00.
Hefur þú áhuga á að starfa við Smáþjóðaleikana á næsta ári?
Tennis er ein af keppnisgreinunum og okkur vantar starfsfólk – dómara, boltakrakka , afgreiðslufólk og fleira.
Pizza og gos í boði.
www.iceland2015.is
Smáþjóðaleikarnir verða haldnir á Íslandi 1.-6.júní 2015. Hægt era ð lesa nánar um leikana og undirbúning vegna þeirra á heimasíðu leikanna www.iceland2015.is Til að viðburður eins og Smáþjóðaleikar gangi snurðulaus fyrir sig þarf mikinn fjölda fólks í fjölbreytt verkefni. Skipulagsnefnd leikanna áætlar að rúmlega 1.000 sjálfboðaliða þurfi til að manna öll verkefni tengd leikunum. Unnið er […]
Hjördís Rósa og Iris kepptu um bronsverðlaun síðastliðinn föstudag í tvíliðaleik á móti Laura Correia og Sharon Pesch frá Lúxemborg. Stelpurnar spiluðu vel en lutu í lægra haldi fyrir sterku liði Lúxemborgar 2-6 og 6-1. Íslensku keppendurnir hafa því allir lokið keppni á þessum smáþjóðaleikum. Næstu smáþjóðaleikar verða haldnir á Íslandi árið 2015.