![Íslenska landsliðið f.v. Birkir Gunnarsson, Rafn Kumar Bonifacius, Magnús Gunnarsson liðsstjóri, Anna Soffia Grönholm, Hera Björk Brynjarsdóttir og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir](https://tsi.is/wp-content/uploads/2015/05/20150526_180157_resized-300x169.jpg)
Íslenska landsliðið f.v. Birkir Gunnarsson, Rafn Kumar Bonifacius, Magnús Gunnarsson liðsstjóri, Anna Soffia Grönholm, Hera Björk Brynjarsdóttir og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir
Nú eru einungis nokkrir dagar í að Smáþjóðaleikarnir hefjist á Íslandi en þeir standa yfir 1.-6.júní næstkomandi. Keppni í tennis hefst 2.júní.
Íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum er skipað eftirfarandi leikmönnum:
Anna Soffia Grönholm
Birkir Gunnarsson
Hera Björk Brynjarsdóttir
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir
Rafn Kumar Bonifacius
Liðsstjóri: Magnús Gunnarsson
Flokkstjóri: Þrándur Arnþórsson
Greinarstjóri: Raj K. Bonifacius
Ísland hefur rétt á að tefla fram tveimur keppendum í einliðaleik karla/kvenna, einu liði í tvíliðaleik karla/kvenna og einu liði í tvenndarleik.
Í einliðaleik munu Birkir, Rafn Kumar, Anna Soffia og Hjördís Rósa keppa.
Í tvíliðaleik karla munu Birkir og Rafn Kumar spila saman og í tvíliðaleik kvenna munu Anna Soffia og Hjördís Rósa spila saman.
Í tvenndarleik munu Birkir og Hera Björk spila saman.