Íslensku keppendurnir á Smáþjóðaleikunum

Íslenska landsliðið f.v. Birkir Gunnarsson, Rafn Kumar Bonifacius, Magnús Gunnarsson liðsstjóri, Anna Soffia Grönholm, Hera Björk Brynjarsdóttir og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir

Íslenska landsliðið f.v. Birkir Gunnarsson, Rafn Kumar Bonifacius, Magnús Gunnarsson liðsstjóri, Anna Soffia Grönholm, Hera Björk Brynjarsdóttir og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir

Nú eru einungis nokkrir dagar í að Smáþjóðaleikarnir hefjist á Íslandi en þeir standa yfir 1.-6.júní næstkomandi. Keppni í tennis hefst 2.júní.

Íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum er skipað eftirfarandi leikmönnum:

Anna Soffia Grönholm
Birkir Gunnarsson
Hera Björk Brynjarsdóttir
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir
Rafn Kumar Bonifacius

Liðsstjóri: Magnús Gunnarsson
Flokkstjóri: Þrándur Arnþórsson
Greinarstjóri: Raj K. Bonifacius

Ísland hefur rétt á að tefla fram tveimur keppendum í einliðaleik karla/kvenna, einu liði í tvíliðaleik karla/kvenna og einu liði í tvenndarleik.

Í einliðaleik munu Birkir, Rafn Kumar, Anna Soffia og Hjördís Rósa keppa.

Í tvíliðaleik karla munu Birkir og Rafn Kumar spila saman og í tvíliðaleik kvenna munu Anna Soffia og Hjördís Rósa spila saman.

Í tvenndarleik munu Birkir og Hera Björk spila saman.