Keppt verður í úrslitum á 1.Stórmóti TSÍ kl 16:30 í dag

Keppt verður til úrslita í meistaraflokki karla og kvenna á 1. Stórmóti Tennissamband Íslands kl 16:30 í Tennishöllinni Kópavogi.    Í úrslitaleik kvenna mætast  Eirdís Heiður Chen Ragnarsdóttir úr Fjölnir og Karítas Gunnarsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs. Í úrslitaleik karla mætast Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og  Raj K. Bonifacius úr Víkingi.

Raj og Eirdís Bikarmeistarar TSÍ árið 2009

Jóla- og Bikarmót TSÍ og Tennishallarinnar lauk 30. desember síðastliðinn. Raj K. Bonifacius úr Víkingi sigraði Andra Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar 7-6 7-6 í ITN styrkleikaflokki í hörkuspennandi úrslitaleik. Eirdís Heiður Chen Ragnarsdóttir úr Fjölni sigraði Söndru Dís Kristjánsdóttur úr Tennisfélagi Kópavogs í úrslitaleik kvenna ITN Styrkleikaflokki

Jólamót Tennishallarinnar og Bikarmót TSÍ – mótskrá tilbúin

Á milli jóla og nýárs, dagana 27.-30. desember verður keppt í:

ITN Styrkleikaflokki sem er fyrir alla í einliða, tvíliða og tvenndar
30+, 40+ og í byrjendaflokki og tvenndarleik.

Mótstjórar eru: Jónas Páll Björnsson og Grímur Steinn Emilsson

Mótskrá fyrir ITN styrkleikaflokk er hægt að nálgast á pdf formi hér

Mótskrá fyrir fullorðinsflokka og meistaraflokk (tvíliða og tvenndar) má nálgast á pdf formi hér

Read More …

5.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn

Fimmta og jafnframt síðasta Stórmót TSÍ á árinu hefst á laugardaginn, 21.nóvember. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki. Mótskrá má sjá hér fyrir neðan:

ITN Styrkleikaflokkur – Einliðaleikur
ITN Styrkleikaflokkur – Tvíliðaleikur

Mini tennismótið fyrir 10 ára og yngri verður á mánudaginn, 23.nóvember og hefst kl 14:30. Verðlaunaafhending og pizzapartý verður eftir úrslitaleikinn í einliðaleik sem hefst kl 16:30 á mánudaginn.

Read More …