
Category: Mótahald
Feðgar mættust annað mótið í röð í úrslitaleik ITN TOURNAGRIP mótsins
Þriðja mótið, TOURNAGRIP ITN mótið, í sumarmótaröð Víkings kláraðist síðastliðinn fimmtudag. Þá mættust feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius báðir úr Tennisdeild Víkings í úrslitaleik mótsins. Raj sigraði son sinn Rafn Kumar 6-1 og 6-2. Með sigrinum færðist Raj upp í efsta sæti
Miðnæturmóti Víkings lauk í gærkvöldi
Miðnæturmót Víkings lauk í gærkvöldi. Tíu þátttakendur kepptu sjö umferðir af bæði tvíliða- og einliðaleikjum. Sigurvegari mótsins var Rafn Kumar Bonifacius, í öðru var Freyr Pálsson og í þriðja sæti Ingimar Jónsson. Að lok mótsins var happadrætti og fengu allir keppendur vinningar frá WILSON. Öll úrslit og sæti
Miðnæturmót í tennis 2012
Miðnæturmót Víkings í tennis verður haldið á Víkingsvöllum þriðjudagskvöldið 19.júní kl 18-23. Mótið hentar öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Dregið verður saman í stutta tvíliðaleiki, þannig að með- og mótspilarar eru sjaldan þeir sömu. Í lokin eru allar unnar lotur taldar saman. Mótsgjald 3.000 kr.
Feðgar mættust í úrslitaleik á Wilson ITN mótinu
Annað mót í mótaröð Víkings, Wilson ITN mótið, kláraðist síðastliðinn föstudag. Í úrslitaleiknum mættust feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius báðir úr Tennisdeild Víkings. Raj sigraði í 3 settum, 6-0, 5-7 og 6-3. Í þriðja sæti var Sverrir Bartolozzi UMFÁ. Hann sigraði Hjördísi
Raj sigraði á HEAD ITN mótinu
Fyrsta mót í mótaröð Víkings, HEAD ITN mótið, kláraðist 7.júní síðastliðinn. Mótið gekk mjög vel og fengu keppendur gott veður. Þó það voru bara 20 þátttakendur þá fengu allir keppendur a.m.k. 2 leiki. Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sigraði mótið með því að leggja
Tennismótaröð Víkings í sumar hefst 4.júní
Vertu með í ITN Sumarmótaröð Víkings í Tennis 2012. Fimm mót og verðlaun 100.000 kr. virði frá HEAD, WILSON, TOURNAGRIP OG LUXILON. Allir sem taka þátt hafa möguleika á að vinna – því oftar sem þú keppir því meiri líkur á að vinna. Hver kepptur
HEAD Icelandic Open U16 18.-26.ágúst 2012
HEAD ICELANDIC OPEN U16 tennismót í Evrópsku mótaröðinni verður haldið á Tennisvöllum Víkings 18.-26.ágúst næsttkomandi. Mótið er opið fyrir stráka og stelpur fædd 1996, 1997, 1998 og 1999. Allir geta keppt bæði í einliða- og tvíliðaleik. Nokkrar leiðbeiningar til að taka þátt í mótinu 1. Sækja um iPin
Ísland tapaði 2-1 gegn Möltu í síðasta leik
Ísland lauk þátttöku á Davis Cup á föstudaginn með 1-2 ósigri gegn Möltu. Andri Jónsson gaf Íslandi 1-0 forskot með því að sigra Denzil Agius í hörkuleik 6-4, 4-6 og 6-4. En það var ekki nóg því spilandi þjálfari Möltu, Matthew Asciak jafnaði metin með
3-0 tap gegn sterku liði Grikklands
Ísland tapaði 3-0 gegn gríðasterku liði Grikklands á Davis Cup í gær. Allir leikmenn íslenska landsliðsins spiluðu í gær. Birkir Gunnarsson og Andri Jónsson spiluðu einliðaleiki á móti númer 1 og 2 hjá Grikklandi. Andri Jónsson og Magnús Gunnarsson spiluðu tvíliðaleik á móti leikmönnum númer
Tap gegn geysisterku liði Noregs í fyrsta leik
Ísland spilaði sinn fyrsta leik á Davis Cup í gær en laut í lægra haldi fyrir geysisterku liði Noregs. Ísland lenti í fjögurra liða riðlinum með Noregi, Grikklandi og Möltu. Andri Jónsson spilaði við Stian Boretti og tapaði 6-0 og 6-1 en Boretti er mjög
Karlalandsliðið komið til Sofiu á Davis Cup
Karlalandslið Íslands er komið til Sofiu í Búlgaríu þar sem það keppir á Davis Cup í 3.deild Evrópuliði. Þetta er sautjánda skiptið í röð sem Ísland keppir á Davis Cup eða allt frá árinu 1996. Keppnin hefst á miðvikudaginn 2.maí og er leikið til laugardagsins
Birkir og Hjördís Rósa Íslandsmeistarar innanhúss 2012
Íslandsmóti innanhúss lauk síðastliðin mánudag í Tennishöllinni í Kópavogi. Í meistaraflokki kvenna mættust Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hjördís Rósa sigraði 6-3 og 6-1 og varð þar með Íslandsmeistari innanhúss í einliðaleik kvenna annað árið í röð.