Skráning í Íslandsmót utanhúss 2012 – Börn og unglingar

Íslandsmót utanhúss í barna- og unglingaflokkum verður haldið á Tennisvöllum Víkings 13.- 18. ágúst næstkomandi.

Spilað verður í eftirtöldum flokkum:
Einliðaleikir:

  • Mini tennis (fædd eftir 2000)
  • Strákar/Stelpur 10 ára
  • Strákar/Stelpur 12 ára
  • Strákar/Stelpur 14 ára
  • Strákar/Stelpur 16 ára
  • Strákar/Stelpur 18 ára

Tvíliðaleikir:

  • Strákar/Stelpur 14 ára
  • Strákar/Stelpur 18 ára

Skráningu lýkur fimmtudaginn 9.ágúst. Mótskrá verður svo birt hér á síðunni þann 11.ágúst.

Þátttökugjald:
Einliðaleikur 1.000 kr. (Míni Tennis); 2.000 kr. aðra (1.500 kr. hvert aukagrein);
Tvíliðaleikur 1.000 kr./mann

Grillpartý og verðlaunafhending í framhaldi af síðasta leik mótsins. Mótsgjald skal greiða mótstjóra fyrir fyrsta leik.

Mótstjóri : Raj K. Bonifacius s.820-0825 netfang: raj@tennis.is

Ath. Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:
1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.

Skráningu í mótið er lokið.

Listi yfir skráða keppendur má sjá hér.