Miðnæturmóti Víkings lokið

Hinu árlega miðnæturmóti Víkings lauk í gærkvöldi. Oscar Mauricio Uscategui sigraði miðnæturmótið.  Oscar vann mótið með sex vinningsleikjum og einum tapleik.  Í öðru sæti var Damjan Dagbjartsson og í þriðja sæti Anthony John Mills. Luxilon tennismótið hófst svo í dag á Víkingsvöllum í Fossvogi.

Anna Soffia og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss 2014

Íslandsmóti innanhúss lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Þá voru krýndir nýir Íslandsmeistarar bæði í karla- og kvennaflokki. Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings varð Íslandsmeistari innanhúss í karlaflokki og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs varð Íslandsmeistari innanhúss í kvennaflokki.

Keppt í úrslitum á Íslandsmóti innnahúss kl 15:30 í dag

Keppt verður í úrslitum í meistaraflokki karla og kvenna kl 15:30 í Tennishöllinni í Kópavogi á Íslandsmóti innanhúss. Úrslitaleikir í barna- og unglingaflokkum fara fram frá kl 8:30-13:30 í Tennishöllinni Kópavogi í dag. Í meistaraflokki karla mætast feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius