3.Stórmót TSÍ 28.-30.nóvember

3.Stórmót TSÍ 2014 verður haldið dagana 28.-30.nóvember næstkomandi í Tennishöllinni Kópavogi.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • “Mini Tennis” fyrir þá yngstu – fæddir árið 2002 eða yngri og skipt í 10 ára og 12 ára flokkar
  • Einliðaleik í barna- og unglingaflokkum – 10 ára / 12 ára / 14 ára / 16 ára og yngri, og
  • Einliðaleik í ITN flokki (Ath! Hámark 32 keppendur)

Hægt er að spila að hámarki í tveimur einliðaleiksflokkum í barnaflokkum og í ITN einliðaleik.ITN flokkurinn hentar öllum og fara menn inn í mótið á þeim stað sem passar við þeirra getu. Ef keppandi er ekki á ITN listanum staðsetur mótstjóri keppandann á þeim stað sem hann telur vera réttast. Lágmarkslengd á hverjum leik í ITN flokki verður eitt sett upp í 9 lotur.

Mini tennis mótið verður kl. 14:30 miðvikudaginn 26.nóvember. Það er fyrir krakka fædda árið 2002 og yngri. Keppt verður í tveimur hópum, 10 ára og yngri & 11-12 ára. Allir mæta kl.14.20. Mótsgjald ‐ 1.500 kr.

Mótsgjald:
Einliðaleikur
– 1.500 kr./mini tennis; 2.000 kr./ barna- og unglingaflokkum; 3.000 kr./ ITN

Hægt er að greiða mótsgjald fyrir fyrsta leik en ef það er ekki gert verður sendur greiðsluseðill fyrir mótgjaldinu og bætast þá við seðilgjald upp á 295 kr.

Skráning: Hér fyrir neðan, www.tennis.is eða á netfang tennis@tennis.is

ATH – Síðasti skráningar (og afskráningar!) dagur fyrir mótið er þriðjudaginn, 25.nóvember kl.18.00. Athugið að flokkar verða sameinaðir ef þurfa þykir.

Öllum keppendum er boðið til pizzaveislu og verðlaunaafhendingar á sunnudaginn, 30.nóvember eftir úrslitaleik í ITN flokki.

Mótskrá: Tilbúin 27.nóvember (kemur inná www.tennis.is og www.tennissamband.is)

Mótstjóri: Raj K. Bonifacius, s.820-0825 raj@tennis.is

Vinsamlegast skráið ykkur með því að fylla inn í formið hér fyrir neðan. Athugið að mikilvægt er að sannreyna að skráning hafi tekist með því að skoða lista yfir skráða keppendur hér fyrir neðan.

Listi yfir skráða keppendur má sjá hér.