Undirbúningur fyrir U12 í fullum gangi hjá Emilíu Eyvu

Emilía Eyva er stödd á Mallorca á Spáni, ásamt Raj K. Bonifacius, í Rafa Nadal tennis akademíunni þar sem undirbúningur er í fullum gangi fyrir u12 Tennis Festival. Hún var rétt í þessu að klára æfingu með Eda-Lara Sacirovic sem er frá Bosníu-Hersegóvínu sem gekk mjög vel. Keppni hefst á morgun og styttist í að dregið verði í 4-manna riðil í einliðaleik en í heildina eru átta riðlar. Emilía mun síðan keppa með nöfnu sinni Emilíu Henningssen frá Danmörku í tvíliðaleik. Við óskum henni góðs gengis!