Keppnin hafin hjá Emilíu í u12 Tennis Festival

Emilía Eyva hóf keppni mánudaginn, 13. nóvember, í spennandi leik á móti Romana Dekanova frá Slóvakíu. Emilía byrjaði mjög vel og komst í 4-1 í fyrsta settinu. Dekanova fór síðan í annan gír og vann næstu fjórar lotur og var yfir 5-4 og með uppgjöf. Emilía náði að jafna í 5-5 og vann svo oddalotuna 7-0 tveimur lotum seinna og fór fyrsta settið því 7-6. Seinna settið var mjög jafnt en þegar staðan var 4-4 gerði Emilía nokkur mistök og vann Dekanova 6-4. Í þeim tilfellum sem leikir fara í þriðja sett í þessu móti er spilað match-tiebreak upp í 10 stig en þar náði Dekanova miklu forskoti og var komin 7-2 yfir. Emilía vann síðan fjögur stig í röð og var þá undir 6-7 áður en Dekanova vann 10-8. Leikurinn var mjög spennandi og Emilía virkilega nálægt sigri og spilaði heilt yfir mjög vel. Emilía þarf nú að vinna næstu tvo leiki í sínum riðli og Dekanova að tapa einum til að eiga möguleika á að komast áfram í átta manna úrslit á fimmtudaginn. 

Hér má sjá tölfræði úr leiknum: https://app.tennis-math.com/report/TkRnd05qUmg?fbclid=IwAR0kCHCte-qUyZjFpKaElj0NlYBDdPSCsnOawGsGiZ4aB5FE-8Ccdvwm8-s

Keppnin heldur síðan áfram í dag en fyrsti leikurinn hennar Emilíu er klukkan 11.30 þar sem hún mætir Daniel Baranes frá Ísrael –

hér er hægt að fylgjast með stöðunni: https://tableau.tennis-math.com/tableau/550ef1fbe4b0594c7163fa50_TkRnd1lXSTA?fbclid=IwAR0XS2gLvmFtCk1YgtK5cmoaHMhPu2zIv-U3vtz4GqenajBjCkzM7If4Hy8

Emilía keppir einnig í tvíliðaleik í dag ásamt nöfnu sinni en þær mæta bresku Megan Knight og sænsku Grace Bernstein.

Ramona og Emilía fyrir leikinn þeirra í gær.