Stórmóti TFK lokið – Garima og Egill stóðu uppi sem sigurvegarar!

Það er búið að vera nóg að gera í tennisheiminum síðustu daga en í gær lauk TSÍ 100 – stórmóti TFK eftir 5 daga af miklu spili hjá leikmönnum á aldrinum 5 – 65 ára. Spilaðir voru yfir hundrað leikir í alls 13 flokkum en endaði keppnin síðan á úrslitaleikjum í ITN opna flokknum. Þar mættust Garima N. Kalugade og Egill Sigurðsson í úrslitaleik og Saulé Zukaskaite og Þengill Árnason kepptu um þriðja sætið. Leikurinn um fyrsta sætið fór 6-0, 6-1 fyrir Agli og leikurinn um þriðja sætið 6-1, 6-0 fyrir Þengli. Hér má nefna að Garima er aðeins tólf ára gömul og Saulé fimmtán og því virkilega góður árangur hjá þessum efnilegu spilurum og það í opnum flokki.

Verðlaun voru hins vegar veitt í annars vegar kvenna flokki og hins vegar karla. Fyrsta sætið í karla flokknum fór til Egils, annað til Þengils og í því þriðja var Jónas Páll. Í kvennaflokknum var það Garima sem tók fyrsta sætið, Saule annað og eiga Anna Soffía og Eva Diljá eftir að mætast í leik um þriðja sætið, en er það eini leikurinn sem eftir á að spila í mótinu.

Í ITN flokknum í tvíliða var sömuleiðis spennandi barátta en í úrslitaleik mættu Anna Soffía og Selma Dagmar þeim Andra Mateó og Ómari Pál, leikurinn fór Önnu og Selmu í vil. Einnig var keppt í u16, u14, u12, mini tennis og auðvitað 30+ og 50+ flokkunum.

Í kjölfar úrslitaleikjana var haldin verðlaunaafhending þar sem nóg var um glaðninga frá ýmsum fyrirtækjum fyrir verðlaunahafa og gæddu keppendur og aðrir gestir sér á pizzum.

Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttökuna!

Öll úrslit (til að sjá niðurstöður leikjana: https://tfk.is/stormot-tfk/ )

Heiti flokks 1. sæti 2. sæti 3. sæti
ITN tvíliða Selma Dagmar Óskarsdóttir / Anna Soffía Ómar Páll Jónasson / Andri Mateo Vladislav Khvostov / Valdimar Eggertsson
Meistaraflokkur kk Egill Sigurðsson Þengill Alfreð Árnason Jónas Páll Björnsson
Meistaraflokkur kvk Garima Nitinkumar Kalugade Saule Zukauskaite Anna Soffía Grönholm/Eva Diljá Arnþórsdóttir
50+ tvíliða Heimir Þorsteinsson + Hanna Monica Maria Catharina van Oosten + Sandra
50+ karlar Jonathan R H Wilkins Thomas Beckers Magnús Kjartan Sigurðsson
30+ tvíliða Ólafur Helgi Jónsson / Kolbeinn Tumi Daðason Jonathan R H Wilkins / Thomas Beckers Bryndis Björnsdóttir / Ragna Sigurðardóttir
30+ konur Ragna Sigurðardóttir Bryndis Björnsdóttir Belinda Navi
30+ karlar Jónas Páll Björnsson Hjalti Sigurjón Andrason Algirdas Slapikas
U16 tvíliða Hákon Hafþórsson / Elvar Magnússon Ewald Mateo Moura Pálsson / Thomas Páll Moura Magdalena Lauth / Björk Víglundsdóttir
U14 tvíliða Valtýr Gauti / Viktor Gabriela Lind / Joy
U12 tvíliða Jóhann Freyr/Óðinn Freyr Hekla/Gerður Líf Bruno/Hinrik
U16 kvenna Hildur Eva Mills Þóranna Sturludóttir Hildur Helga Sigurðardóttir
U16 karla Ómar Páll Jónasson Andri Mateo Uscategui Oscarsson Daniel Pozo
U14 kvenna Gerður Líf Stefánsdóttir Joyceline Banaya María Ósk J. Hermannsdóttir
U14 karla Ómar Páll Jónasson Valtýr Gauti Björnsson Óliver Jökull Runólfsson
U12 kvenna Gerður Líf Stefánsdóttir Margrét Ívarsdóttir Hekla Eiríksdóttir
U12 karla Jóhann Freyr Ingimarsson Jón Reykdal Snorrason Juan Pablo Moreno Monsalve
U10 Tomas Marshall Paula Marie Moreno Monsalve Hekla Eiríksdóttir

 

Myndir frá verðlaunaafhendingunni: