Smáþjóðaleikarnir á Möltu

Íslenska landsliðið í tennis keppti í gær á Smáþjóðaleikunum á Möltu á móti Eric Cervos Noguero og Victoriu Jimenez Kasintseva (185 á heimslistanum) í tvenndarleik. Anton Jihao Magnússon og Sofia Sóley Jónasdóttir spiluðu fyrir hönd Íslands.
Þau voru að spila saman í fyrsta skipti og sýndi það sig í fyrsta settinu þar sem um var að ræða smá byrjunarörðugleika. Í seinna settinu fundu þau taktinn og breyttu aðeins um taktík. Þau komu sterk inn og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum, 2-1. Í stöðunni 4-2 fyrir þeim voru spilaðar mjög erfiðar og jafnar lotur sem því miður fóru ekki okkur í vil og náðu andstæðingar þeirra að jafna í 4-4. Eftir mikla baráttu og kjark þurftu þau því miður að lúta í lægra haldi 6-4.
Þess má til gamans geta að sigur í þessum leik hefði tryggt þeim brons á Smáþjóðaleikunum í ár en því miður var það ekki raunin.
Þar með er okkar keppni lokið í ár og stóðu þau sig öll með prýði og geta haldið höfuðið hátt.
Áfram Ísland!