Góð þátttaka á TSÍ – ITF tennis dómaranámskeið um helgina

Það var fjölmennt á tennis dómaranámskeiðinu sem lauk um síðustu helgi, 15-16. ágúst. Námskeiðið er eitt af nokkrum samstarfs verkefnum á vegum Alþjóða tennissambandsins (ITF) og Tennissambands Íslands (TSÍ) til að styðja við þátttöku í tennisíþróttinni. Samtals voru níu einstaklingar sem tóku þátt á þessu tveggja daga námskeiði, frá þrettán ára aldri uppí fimmtugt. Áhersla námskeiðsins var að undirbúa nemendur til að geta dæmt sem stóldómarar.

Fyrsta daginn var kennslan innandyra í húsnæði Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og fengu nemendur kynningu með kennslugögnum frá dómarasviði alþjóða tennissambandsins. Hver nemandi fékk sína eigin dómaramöppu með tveimur skorkortum, línudómara leiðbeiningum, dómara handbók og reglubók. Svo var farið yfir hlutverk stóldómara og samstarf þeirra við yfirdómarann og línudómar, rennt yfir reglurnar og tegund þeirra – tennisvalla mælingar; reglurnar í tengslum við uppgjöf og hvernig stig eru talin. Hindrarnir, leiðréttingar, talning og tækni sem þarf til að vera góður línudómari var líka kynnt til að hjálpa stóldómara að skilja hlutverk þeirra. Horft var á myndbandsefni gefið út af dómarasviði alþjóða sambandsins og farið svo yfir hlutverk og ábyrgð stóldómara við tennisleik. Í lok dagsins var svo farið yfir dómara skorkort og hvernig það á að fylla það út.