Íslandsmót utanhúss 2018

Íslandsmót utanhúss hófst í gær á nýjum og flottum tennisvöllum Víkings í Fossvoginum. Spilað var langt fram á kvöld og þurfti að fresta 2 leikjum til dagsins ídag vegna myrkurs. Í dag er spilað í meistaraflokki karla kl 18.30, en það er önnur umferð.

Við viljum vekja athygli á undanúrslitum og úrslitum í meistaraflokki karla og kvenna. Undanúrslit í báðum flokkum verða spiluð á laugardaginn og svo á sunnudaginn er blásið til veislu.

Sunnudaginn 12. ágúst kl. 12.30 er grillveisla í boði Tennissambands Íslands, öllum gestum og gangandi er boðið í hádegismat. Kl. 13.00 byrja svo úrslit kvenna og brons leikur karla, kl. 14.30 eru svo úrslit karla og brons kvenna tímasettir. Strax að síðustu 2 leikjum loknum verður haldin verðlaunaafhending í öllum flokkum.

Allir eru velkomnir að kíkja hvenær sem er í vikunni í Fossvoginn. Einnig væri frábært að sem flestir sjái sér fært að mæta og horfa á landsins bestu tennisleikara í karla og kvenna flokki, frábær skemmtun fyrir fjölskylduna og góð leið fyrir ungu leikmennina að læra og sjá tennis á hæsta stigi á Íslandi. Hægt er að fá fréttir og melda sig á facebook viðburðinn hér fyrir neðan:

Íslandsmót Utanhúss í Tennis 2018.

Vonumst til að sjá sem flesta í vikunni og sérstaklega á sunnudaginn kl 13.00!!

mbk,
Andri Jónsson