MBL: Víkingur fær nýja tennisvelli

Reykja­vík­ur­borg und­ir­býr útboð á fjór­um nýj­um tenn­is­völl­um í Foss­vogi fyr­ir tenn­is­deild Vík­ings.

„Ég var á fundi með borg­inni í síðustu viku og það er verið að vinna að útboðinu. Það er talað um að þetta fari í útboð í haust þannig að þetta ætti að vera búið um ára­mót og til­búið til æf­inga næsta sum­ar,“ seg­ir Har­ald­ur Har­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Vík­ings.

Vell­irn­ir verða á sama stað og tenn­is­vell­irn­ir sem eru þar fyr­ir en í sum­ar stóð til að breyta svæðinu í fót­bolta­velli þar sem tenn­is­vell­irn­ir voru í svo slæmu ásig­komu­lagi. „Tenn­is­vell­irn­ir eins og þeir eru núna eru bara ekki boðleg­ir. Borg­in vildi ekki setja pen­ing í þetta þangað til það var tek­in ákvörðun um að þeir skyldu fara og þá fannst pen­ing­ur,“ seg­ir Har­ald­ur.