Íslenskur sigur í tvíliðaleik

photo

Um þessar mundir fara fram tvö Evrópumót í tennis í Tennishöllinni Kópavogi
fyrir unglinga 14 ára og yngri.

Í síðustu viku fór fram mótið Kópavogur Open.  Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs náði góðum árangri í mótinu og sigraði í tvíliðaleik ásamt þýsku stelpunni Ginu Feistel en þær sigruðu írsku stelpurnar Julönu Carton og Georgiu Lily Lynn Browne í jöfnum leik 6:4, 6.4 en þær Juliana og Georgia kepptu til úrslita í einliðaleik sem Juliana vann 4:6, 6:1, 6:4.

Í þessari viku er svo fjórða Evrópumótið á þessu ári haldið, þ.e Tennishöllin Open og keppa sex íslenskir krakkar á mótinu.

Hér er linkurinn með upplýsingum um mótið.

http://te.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=83E5FFBE-CB7B-4CBD
-900A-BB1BFC3A8F7D