Ársþing Tennissambands Íslands verður haldið 21.apríl 2015

Ársþing Tennissambands Íslands verður haldið þriðjudaginn 21. apríl í Sal ÍSÍ í Laugardalnum á 3.hæð kl. 18:00.

Dagskrá:

1. Þingsetning kl. 18:00.

2. Kosnir fastir starfsmenn þingsins.

3. Kosnar fastar nefndir:
a) 3 menn í kjörbréfanefnd.
b) 3 menn í fjárhagsnefnd.
c) 3 menn í laga- og leikreglnanefnd.
d) 3 menn í allsherjarnefnd.
e) 3 menn í kjörnefnd.

4. Skýrsla stjórnar og fundargerð síðasta ársþings.

5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til samþykktar.

6. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.

7. Lagðar fram tillögur um laga- og leikreglnabreytingar ef fram koma.

8. Umræður um tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.

Þinghlé

9. Nefndarálit um tillögur lögð fram og atkvæðagreiðslur um þær.

10. Önnur mál.

11. Kosning stjórnar, varastjórnar, skoðunarmanna reikninga og fulltrúa á íþróttaþing.

12. Þingfundargerðir lesnar og staðfestar.

13. Þingslit.