27.ársþingi TSÍ lokið

Helgi Þór var endurkjörinn formaður TSÍ

Helgi Þór var endurkjörinn formaður TSÍ

27.ársþingi TSÍ sem fór fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal lauk í gærkvöldi. Engar breytingar urðu á aðalstjórn en smávægilegar breytingar á varastjórn.

Helgi Þór Jónasson var sjálfkjörinn formaður Tennissamband Íslands fimmta árið í röð. Ásta Kristjánsdóttir og Gunnar Þór Finnbjörnsson voru sjálfkjörin í aðalstjórn til tveggja ára. Fyrir sitja í aðalstjórn Þrándur Arnþórsson og Bragi Leifur Hauksson. Kosin voru áfram í varastjórn Jónas Páll Björnsson og Raj K. Bonifacius, auk þess sem Carola Frank bættist við og voru þau öll sjálfkjörin. Jón Axel Jónsson og Júlíana Jónsdóttir fara úr varastjórn.

 


Sóttvarnarreglur

Tennisdagatal TSÍ!