Month: March 2015
Birkir valinn tennisspilari vikunnar í bandarísku háskóladeildinni
Birkir Gunnarsson landsliðsmaður, sem spilar fyrir bandaríska háskólaliðið Auburn University at Montgomery, var valinn tennisspilari vikunnar í suðurríkja háskóladeildinni “Southern States Athletic Conference Men’s Tennis Player of the Week” fyrir frammistöðu sína með liði sínu vikuna 16.-22.mars síðastliðinn. Lið Birkis spilaði gegn þremur öðrum háskólaliðum
Þróunarmeistaramóti Evrópu lokið
Þróunarmeistaramóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri lauk síðastliðinn laugardag í Antalya, Tyrklandi. Keppnin samanstóð af tveimur mótum þar sem keppt var um hvert sæti í báðum mótum. Eftirfarandi löndum var boðið að senda tvær stelpur og tvo stráka til að keppa fyrir þeirra hönd:
Hjördís Rósa og Rafn Kumar sigruðu á 2.Stórmóti TSÍ
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Tennisdeild BH og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur sigruðu á 2. Stórmóti Tennissambands Íslands á árinu 2015 en mótið fór fram í Tennishöllinni í Kópavogi og kláraðist í gær. Hjördís Rósa sigraði Önnu Soffiu Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs
Flottur árangur hjá íslenska 14 ára og yngri landsliðinu á Þróunarmeistaramóti Evrópu í Tyrklandi
Fyrsta mótinu af tveimur á Þróunarmeistaramóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri lauk í gær, og stóðu Íslendingarnir sig með prýði. Íslendingarnir sem voru valin til að keppa á þessu móti eru: Björgvin Atli Júlíusson, Gunnar Eiríksson, Sara Lind Þorkelsdóttir og Sofia Sóley Jónasdóttir. Þau
2.Stórmót TSÍ – Mótskrá
2.Stórmót TSÍ hefst þriðjudaginn 17.mars í Tennishöllinni í Kópavogi
Dags- og tímasetningar fyrir keppendur – HÉR
Mótskrá – HÉR
Mini tennis mótið verður þriðjudaginn, 17.mars, kl. 15.30-16.30. Það er fyrir alla krakka 18 ára og yngri. Keppt verður í fimm flokkum – 10 ára, 12 ára, 14 ára, 16 ára og 18 ára. Allir eiga að mæta kl 15:20. Mótsgjald er 1.500 kr. Read More …
Alþjóðlegi tennisdagurinn haldinn hátíðlegur í þriðja sinn
Alþjóðlegi tennisdagurinn var haldinn hátíðlegur í dag í Tennishöllinni Kópavogi í þriðja sinn. Hópur nemenda úr Klettaskóla var sérstaklega boðið í morgun í tilefni dagsins og honum varið í þeirra þágu með alls kyns skemmtun. Ungmenni úr fremstu röðum íþróttarinnar leiðbeindu nemendum og leiddu leiki með þeim ásamt
Alþjóðlegi tennisdagurinn 10.mars 2015
Á morgun, þriðjudaginn 10.mars, er Alþjóðlegi tennisdagurinn, Special Olympics European Tennis Day. Þetta er þriðja árið í röð sem Alþjóðlegi tennidagurinn er haldinn. Viðburðurinn er haldinn af Evrópu tennissambandinu (Tennis Europe) og er í samstarfi við Special Olympic í ár. Markmið viðburðarins er að efla
Árshátíð TSÍ 28.mars 2015
Árshátíð tennisfólks verður haldið á Sky lounge bar, 8.hæð. Húsið verður opnað kl. 19.00 með fordrykk í anddyri á fyrstu hæð. Dagskráin hefst kl 20.00. Auglýsinguna má sjá hér. Verð er kr 4.500 á mann og er greitt á barnum. Aldurstakmark er 16 ára. Boðið
2.Stórmót TSÍ verður haldið 17.-22.mars
2.Stórmót TSÍ 2015 verður haldið dagana 17.-22.febrúar næstkomandi í Tennishöllinni Kópavogi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: “Mini Tennis” í öllum barna- og unglingaflokkum – 10 ára / 12 ára / 14 ára / 16 ára / 18 ára og yngri Einliðaleik í barna- og unglingaflokkum