Birkir sigraði á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum

Birkir byrjar vel í Bandaríkjunum

Landsliðsmaðurinn Birkir Gunnarsson byrjar tímabilið vel í Bandaríkjunum. Um helgina keppti Birkir á sínu fyrsta móti og gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið en 64 keppendur tóku þátt í mótinu. Birkir hlaut þar með titilinn Intercollegiate Tennis Association (ITA) Regionals en til þess að vinna mótið þurfti hann að vinna sex leiki í útsláttarkeppni.

Með sigrinum á mótinu tryggði Birkir sér keppnisrétt á ITA Nationals ásamt bestu tennisleikurum hvers svæðis fyrir sig í Bandaríkjunum en mótið fer fram á Flórída eftir þrjár vikur