Haustmót Þróttar 18.-22.september 2013

Þróttur mun halda opið haustmót í tennis dagana 18.-22. september næstkomandi. Mótið er opið öllum og gildir sem stigamót TSÍ.
Tennisvellirnir í Laugardal eru upp á sitt besta á góðum haustdögum og ekkert því til fyrirstöðu að taka þátt í síðasta utanhússmóti ársins.
Keppt verður í öllum helstu fullorðinsflokkum – eftir því sem þátttaka leyfir.
Einnig verður keppt í opnum flokki þar sem allur aldur, bæði kyn og byjendur jafnt sem lengra komnir keppa saman á sanngjarnan hátt. Í þessum flokki eiga allir
möguleika á skemmtilegum vinningum!
Opinn flokkur – einliðaleikur: 2.000 kr.
Meistaraflokkur kvenna og karla – einliðaleikur: 2.000kr., tvíliðaleikur 1.500kr.
30 ára og eldri konur og karlar – einliðaleikur: 2.000 kr., tvíliðaleikur 1.500 kr.
40 ára og eldri konur og karlar – einliðaleikur: 2.000 kr., tvíliðaleikur 1.500 kr.
NÝTT: 45 ára og eldri konur og karlar – STYTTRI EINLIÐALEIKIR (ekkert forskot og supertiebreak ef fer í 3 sett): 1.500 kr.
(Flokkar verða sameinaðir eða felldir niður ef þurfa þykir.)
Við viljum sérstaklega hvetja konur til þess að taka þátt! Kvennastarfið hjá Þrótti hefur ekki verið upp á sitt besta og kominn tími til að bæta úr því.
Skráningu lýkur mánudaginn 16. september og sendist á tennismot@gmail.com með upplýsingum um nafn, fæðingarár, símanúmer og hvaða flokki er óskað eftir að taka þátt í.
Mótsstjóri: Steinunn Garðarsdóttir, netfang: tennismot@gmail.com