Ólympíuhátið Evrópuæskunnar Utrecht, Hollandi 13.- 20.júlí.2013

Íslenski hópurinn sem tók þátt í Ólympíhátíð æskunnar 2013

Anna Soffía Grönholm, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir, Egill Sigurðsson og Ingimar Jónsson ásamt þjálfaranum Raj K. Bonifacius eru nýkomin heim eftir að hafa tekið þátt í Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem var haldinn í Utrecht, Hollandi. Keppnin er fyrir krakka fædd á árinu 1998 og 1999.

Íslensku keppendurnir kepptu bæði í einliða- og tvíliðaleik. Íslendingarnir voru ekki heppnir með dráttinn og lentu á móti sterkum keppendum og töpuðu öll sínum leikjum í fyrstu umferð.

Íslenska landsliðið ásamt þjálfaranum Raj

Egill spilaði fyrsta leikinn á móti Borno Gojo frá Króatíu sem var rankaður nr. 11 í mótinu. Borno spilaði betur og sigraði 6-1 og 6-0.
Ingimar keppti á móti Filip Malbasic frá Svíþjóð. Filip sigraði örugglega 6-0 og 6-0.

Anna Soffia keppti á móti Veru Lepko frá Hvíta Rússlandi sem var rönkuð nr. 9 á mótinu. Anna Soffia byrjaði mjög vel í jöfnum leik þrátt fyrir að tapa leiknum 6-0 og 6-1. Margar lotur voru mjög jafnar en einhvern veginn náði Vera alltaf að vinna loturnar.

Hjördís Rósa keppti á móti Viktoríu Kuzmova frá Slóvakíu sem var rönkuð nr. 8 á mótinu. Hjördís Rósa átti ágætan leik en tapaði 6-2 og 6-2. Viktoría endaði svo á því að sigra mótið bæði í einliða- og tvíliðaleik.


Í tvíliðaleik kvenna kepptu stelpurnar við Holland. Hollensku stelpurnar sigruðu 6-2 og 6-2.

Í tvílðialeik karla kepptu strákarnir við Bretland. Strákarnir spiluðu mjög vel miðað við styrkleika breska liðisins og voru duglegir að tala saman á milli stiga. Bretarnir voru þó of sterkir og töpuðu íslensku strákarnir 6-3 og 6-2.

Upplýsingar um úrslit keppninni er hægt að finna hér.