Hjördís Rósa og Rafn Kumar sigruðu á 1.Stórmóti TSÍ

1.Stórmóti Tennissambands Íslands lauk í gær í Tennishöllinni Kópavogi. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sigruðu í einliðaleik í kvenna- og karlaflokki.

Hjördís sigraði Önnu Soffíu Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs í úrslitaleik í kvennaflokki 6-0 og 6-3 en í karlaflokki hafði Rafn Kumar betur gegn föður sínum Raj K. Bonifacius 6-2 og 6-1 í úrslitum.

Í þriðja sæti varð Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs eftir sigur á Stefáni Reyni Pálssyni úr Tennisdeild Víkings 6-3 og 6-3.

Í 14 ára og yngri stelpur sigraði Melkorka Pálsdóttir.
Í 14 ára og yngri strákar sigraði Sigurjón Ágústsson.
Í 12 ára og yngri stelpur sigraði Sara Lind Þorkelsdóttir.
Í 12 ára og yngri strákar sigraði Ivan Kumar Bonifacius.

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér.