Month: April 2012
Karlalandsliðið komið til Sofiu á Davis Cup
Karlalandslið Íslands er komið til Sofiu í Búlgaríu þar sem það keppir á Davis Cup í 3.deild Evrópuliði. Þetta er sautjánda skiptið í röð sem Ísland keppir á Davis Cup eða allt frá árinu 1996. Keppnin hefst á miðvikudaginn 2.maí og er leikið til laugardagsins
Jade Kurtis er nýr þjálfari hjá TFK
Jade mun bæði vinna í Tennisakademiunni Tennishallarinnar og TFK sem þjálfari og sem mótsspilari nemenda. Jade sem er 22 ára er fyrrum WTA atvinnumaður í tennis og með mikla keppnisreynslu á háu stigi í tennis. Hún var meðal annars númer 1 í Bretlandi 18 ára
24.ársþingi TSÍ lokið
24.ársþingi TSÍ lauk síðastliðið þriðjudagskvöld um 20:00 sem fór fram í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Aðalstjórnin hélst óbreytt en það varð ein breyting á varastjórn. Helgi Þór Jónasson var sjálfkjörinn nýr formaður Tennissambands Íslands. Þrándur Arnþórsson og Bragi Leifur Hauksson voru sjálfkjörnir áfram í aðalstjórn til tveggja
Birkir og Hjördís Rósa Íslandsmeistarar innanhúss 2012
Íslandsmóti innanhúss lauk síðastliðin mánudag í Tennishöllinni í Kópavogi. Í meistaraflokki kvenna mættust Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hjördís Rósa sigraði 6-3 og 6-1 og varð þar með Íslandsmeistari innanhúss í einliðaleik kvenna annað árið í röð.
Verðlaunaafhending Íslandsmóts innanhúss 2012
Verðlaunaafhending og pizzuveisla Íslandsmóts innanhúss verður í Víkingsheimilinu Traðarlandi 1 á morgun, miðvikudaginn 25.apríl kl 19-20.
Ársþing Tennissamband Íslands árið 2012
Ársþing Tennissambands Íslands verður haldið þriðjudaginn 24. apríl í Íþróttamiðstöðinni í
Laugardalnum á 3.hæð og hefst kl. 18:30. Read More …
Mótskrá – Íslandsmót innanhúss 19.-23. apríl 2012
Íslandsmót innanhús hefst á morgun fimmtudaginn 19.apríl.
Mótskrár fyrir mótið má sjá hér fyrir neðan:
Íslandsmót innanhúss 19.-23. apríl 2012
Íslandsmót innanhúss í tennis verður haldið í Tennishöllinni Kópavogi 19.-23. apríl næstkomandi.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Mini tennis fyrir þau yngstu (fædd árið 2002 eða seinna)
- Barna- og unglingaflokkar 10, 12, 14, 16, 18 ára og yngri. Einliða- og tvíliðaleikur.
- Meistaraflokkur karla og kvenna. Einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur.
- Öðlingaflokkar, 30, 40 og 60 ára og eldri. Einliða- og tvíliðaleikur.