Jade Kurtis er nýr þjálfari hjá TFK

Jade Curtis

Jade mun bæði vinna í Tennisakademiunni  Tennishallarinnar og TFK sem þjálfari og sem mótsspilari nemenda.  Jade sem er 22 ára er fyrrum WTA atvinnumaður í tennis og með mikla keppnisreynslu á háu stigi í tennis.  Hún var meðal annars númer 1 í Bretlandi 18 ára og yngri, náði á topp 30 unglinga á heimslista Alþjóða tennissambandssins og náði hæst 320 sæti á heimslistanum í tennis í fullorðinsflokki.  Jade hefur einnig keppt á öllum Grand slam mótum í unglingaflokki þ.e Wimbledon, US Open, France Open og Australian Open auk þess að keppa í forkeppni Wimbledon í fullorðinsflokki.  Koma Jade er sannkallaður hvalreki fyrir íslenskan tennis og eiga margir tennisspilara eftir að njóta góðs af reynslu hennar í sumar.