Mótskrá – Íslandsmót utanhúss öðlingaflokkar

Íslandsmótið utanhúss í öðlingaflokkum hefst núna á þriðjudaginn, 16.ágúst og er keppt í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppt er á völlum Tennisdeildar Þróttar.

Mótskrá allra flokka má sjá hér.

Spilað er best af 3 settum með oddalotu. Í flestum flokkum er spilað í B flokki ef fyrsta leik er tapað. Í fámennustu flokkkunum er þó spilað um 3. sætið í staðinn.
Tvíliðaleikur fyrir 30 ára og 40 ára og eldri voru sameinaðir, annars hefðu verið svo fáir í hvorum fyrir sig.

Leikmenn eru minntir á að mæta tímanlega.

Þátttökugjald:

Einliðaleikur 3.000 kr.
Tvíliðaleikur 2.000 kr./mann

Mótsgjald skal greiða mótstjóra fyrir fyrsta leik.

Mótstjóri : Steinunn Garðarsdóttir s.861-1828, netfang:steinunn76@hotmail.com