Íslensku tenniskrakkarnir enduðu mótið í Köge með stæl

Köge Sommer Cup endaði í gær með góðum árangri íslensku tenniskrakkana sem eru á keppnisferðalagi í Danmörku.

Anna Soffía Grönholm sigraði 12 ára og yngri flokkinn örugglega gegn Hönnuh Viller Möller í úrslitum 6-2 6-0.

Melkorki I. Pálsdóttir var í öðru sæti í b-keppninni í 12 ára og yngri en hún tapaði fyrir  Maja Kirstine Andersson 6-1 6-0 í úrslitaleiknum.

Kári Águstsson tapaði í úrslitaleik b-keppninnar í 14 ára og yngri gegn  Carl Frederik Haagen 6-0 6-0.