Góður árangur hjá tenniskrökkunum í Danmörku

Hluti af íslenska hópnum sem er að keppa á mótum í Danmörku

Íslensku tenniskrakkarnir sem eru við keppni í Danmörku hefur gengið vel á mótunum sem þau taka þátt í.  Í dag kepptu krakkarnir á mótum í Espergærde og Köge og áttu góðan dag.

Í mótinu í Köge náðu tveir íslendingar í úrslit í 16 ára og yngri stráka. Hinrik Helgason sigraði félaga sinn úr TFK Bjarka Sveinsson í úrslitum 6-3, 6-2. Glæsilegur árangur hjá Hinriki sem náði einnig í úrslit í mótinu í Værlöse í síðust viku. Þá tapaði hann naumlega fyrir Dana 4-6, 7-5, 7-6 (5) í úrslitaleiknum.

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir 13 ára úr BH sigraði í 14 ára og yngri flokki  í mótinu í Espergærde.  Hún sigraði Christiane Rahbek í þremur settum. Glæsilegur árangur hjá Hjördísi sem sigraði einnig mótið í Værlöse í síðustu viku.

Anna Soffía Grönholm TFK komst einnig í úrslit í flokki 12 ára og yngri en tapaði þar fyrir Önnu Maria Møller 7-6 (0), 6-1.

Sofía Sóley Jónasdóttir 8 ára úr TFK varð í öðru sæti í 10 ára og yngri flokki stúlkna.  Sofia Sóley keppti á móti Elenu Jamshidi sem er 10 ára í úrslitum og tapaði í jöfnum leik. Góður árangur hjá Sofiu Sóley sem er aðeins 8 ára og keppti eingöngu við eldri andstæðinga.