Raj sigraði örugglega á 4.Stórmóti TSÍ

Feðgarnir Rafn Kumar og Raj

4.Stórmóti TSÍ lauk í gær með úrslitaleik í einliðaleik ITN Styrkleikaflokks. Raj Bonifacius úr Tennisdeild Víkings lagði son sinn Rafn Kumar Bonifacius einnig úr Tennisdeild Víkings örugglega 6-1 og 6-2 í úrslitaleiknum. Þetta er í annað skiptið á árinu sem feðgarnir mætast í úrslitum á stórmóti TSÍ og hefur Raj haft betur í bæði skiptin. Þess má þó geta að enginn af leikmönnum karlalandsliðsins var með að þessu sinni þar sem þeir eru staddir í Makedóníu að keppa á Davis Cup.

Í þriðja sæti varð Vladimir Ristic Tennisfélagi Kópavogs eftir að hafa lagt Sverri Bartolozzi Tennisfélagi Álftaness 6-4 og 6-3.