Bonifacius feðgar spila til úrslita á 1.Stórmóti TSÍ

Feðgarnir Rafn og Raj spila til úrslita

Feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius tryggðu sér sæti í úrslitum á 1.Stórmóti TSÍ.

Rafn Kumar Bonifacius (Víkingi) spilaði vel og vann Rúrik Vatnarsson (Víkingi) 6-1, 6-1. Faðir Rafns, Raj K. Bonifacius (Víkingi) vann Ástmund Kolbeinsson (Víkingi) í hörkuspennandi leik 2-6, 6-1, 6-0. Þetta er í fyrsta skipti sem feðgar keppa um úrslitasæti á Stórmóti Tennissambands Íslands. Rafn Kumar, 16 ára, er efstur unglingaspilara hér á landi en Raj sigurvegari flestra tennismóta hérlendis á síðasti ári. Úrslitaleikurinn hefst kl.16.00 á morgun í Tennishöllinni í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis.

Í barnaflokki voru eftirfarandi sigurvegarar:

10 ára börn Sofía Sóley Jónasdóttir
12 ára strákar Ívan Kumar Bonifacius
12 ára stelpur Anna Soffía Grönholm