Arnar og Raj Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla

Í dag urðu Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik karla. Þetta er jafnframt 14 tvíliðaleikstitils Arnars í röð en þriðji tvíliðaleikstitill Raj en hann hefur alltaf unnið þegar hann hefur spilað með Arnari.

Þrjú lið voru skráð til leiks í tvíliðaleik karla og því kepptu allir við alla.

Arnar og Raj sigruðu Ástmund Kolbeinsson og Hinrik Helgason 6-0 og 6-0. Þeir sigruðu einnig Davíð Halldórsson og Jón Axel Jónsson 6-0 og 6-1.

Í öðru sæti urðu Davíð og Jón Axel sem sigruðu Ástmund og Hinrik 6-1 og 6-0.