Karlalandsliðið hélt utan til Grikklands í morgun

Karlalandsliðið sem tekur þátt á Davis Cup 2010 - Raj, Andri, Leifur og Birkir

Karlalandslið Íslands í tennis hélt utan til Grikklands í morgun á Davis Cup þar sem þeir hefja þáttöku á mánudaginn. Þetta er fimmtánda skiptið í röð sem Ísland keppir á Davis Cup en þeir kepptu fyrst árið 1996.

Karlalandsliðið í ár skipa: Andri Jónsson, Birkir Magnússon, Leifur Sigurðarson og Raj K. Bonifacius. Andri og Raj eru reynslumestir í landsliðinu en þetta er í 9.skipti sem þeir keppa fyrir Íslands hönd á Davis Cup. Þetta er í annað skiptið sem Birkir keppir á Davis Cup en hann keppti í fyrsta skipti í fyrra. Leifur er svo eini nýliðinn í landsliðinu.

Mótið stendur yfir frá mánudeginum 10.maí til laugardagsins 15.maí. Ísland hélt sér í 3. deildinni í fyrra og tekur því aftur þátt í 3.deild – Evrópu hlutanum. Reyndar er búið að breyta fyrirkomulaginu þannig að það er ekki lengur til 4.deild heldur eru tvær 3.deildir sem skiptast eftir heimsálfum, þ.e. 3.deild-Evrópa annars vegar og 3.deild-Afríka annars vegar. Strákarnir geta því búist við sterkari andstæðingum en vanalega þar sem Evrópuþjóðirnar eru sterkari í tennis en Afríkuþjóðirnar. Ellefu lið taka þátt í Evrópu 3.deildinni og verður skipt í tvo riðla. Dregið verður í riðla á sunnudaginn.

Sjá nánari upplýsingar um keppnina hér.