Ísland hefur keppni á Davis Cup í dag

Íslenska karlalandsliðið hefur keppni á Davis Cup í Aþenu í Grikklandi í dag. Keppt er á hörðum völlum (hard courts) á Ólympíuleikvanginum sem var notaður á Ólympíuleikunum 2004. Það eru 16 tennisvellir með 2 stadium völlum sem taka 10.000 og 4.000 manns í sæti.

Dregið var í riðla í gær og lenti Ísland í fimm liða riðli með Georgíu, Andorra, Luxemborg og Möltu. Í hinum riðlinum eru sex lönd: Grikkland, Albanía, Svartfjallaland, San Marínó Armenía og Moldavía.

Efstu tvö lið í hvorum riðli keppa til úrslita um að komast upp um deild á laugardaginn. Efstu tvö liðin fara síðan upp í 2.deild Evrópu/Afríku.

Ísland keppir fyrsta leik sinn á móti Georgíu kl 14 á staðartíma í dag.