Month: November 2009
Árshátíð TSÍ – Arnar og Iris valin tennismaður og tenniskona ársins
Fyrsta árshátíð Tennissamband Íslands var haldin með pompi og pragt á Café Easy í Laugardalnum síðastliðinn laugardag. Arnar Sigurðsson og Iris Staub úr Tennisfélagi Kópavogs voru valin tennismaður og tenniskona ársins en þau eru bæði núverandi íslandsmeistarar utanhúss. Sandra Dís Kristjánsdóttir var valin efnilegasti tennisspilarinn
5.Stórmót TSÍ lauk á mánudaginn með metþáttöku í mini tennis
5. Stórmót TSÍ lauk á mánudaginn með metþáttöku í mini tennis. Tuttugu og fimm krakkar tóku þátt í mini tennis og voru sumir að keppa í fyrsta sinn. Heba Sólveig Heimisdóttir vann mini tennismótið eftir hörku úrslitaleik á móti Miljönu Ristic sem fór 7-6 fyrir
5.Stórmót TSÍ hefst á laugardaginn
Fimmta og jafnframt síðasta Stórmót TSÍ á árinu hefst á laugardaginn, 21.nóvember. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik í ITN styrkleikaflokki. Mótskrá má sjá hér fyrir neðan:
ITN Styrkleikaflokkur – Einliðaleikur
ITN Styrkleikaflokkur – Tvíliðaleikur
Mini tennismótið fyrir 10 ára og yngri verður á mánudaginn, 23.nóvember og hefst kl 14:30. Verðlaunaafhending og pizzapartý verður eftir úrslitaleikinn í einliðaleik sem hefst kl 16:30 á mánudaginn.
Landsliðsæfingar
Landsliðsæfingar hófust síðastliðin september í Tennishöllinni Kópavogi. Landsliðsþjálfarar Íslands í tennis eru Anna Podolskaia, Carola M. Frank og Andri Jónsson. Anna og Carola þjálfa A landslið kvenna og unglingalandslið kvenna. Andri þjálfar unglingalandslið karla. Landsliðshópar fyrir landsliðsæfingar tímabilið september – desember 2009 eru skipaðir eftirtöldum
5.Stórmót TSÍ 21.-23.nóvember
5. Stórmót TSÍ og Haustmót TFK verður haldið 21.-23.nóvember næstkomandi. Mótinu er skipt í tvo flokka – “Míni Tennis” fyrir yngstu keppendurna, 10 ára og yngri, og svo er keppt í ÞITN styrkleikaflokki fyrir alla aðra. Markmið ITN styrkleikakerfisins er að allir byrja að keppa