Rebekka og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í tvíliðaleik kvenna

Í dag urðu Rebekka Pétursdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Þetta er í þriðja skipti sem Rebekka verður Íslandsmeistari utanhúss í tvíliðaleik en fyrsti tvíliðaleikstitill Söndru Dísar. Þrjú lið voru skráð til leiks í tvíliðaleik kvenna

Birkir og Sandra Dís Íslandsmeistarar utanhúss í tvenndarleik

Í gær var keppt í hreinum úrslitaleik í tvenndarleik á Íslandsmóti utanhúss. Sandra Dís Kristjánsdóttir og Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs spiluðu á móti Hrafnhildi Hannesdóttir úr Tennisdeild Fjölnis og Davíð Halldórssyni úr Tennisfélagi Kópavogs. En Davíð og Hrafnhildur eru núverandi Íslandsmeistarar innanhúss. Sandra Dís

Skráning í barna- og öðlingaflokka Íslandsmótsins utanhúss

Íslandsmót utanhúss í barna- og öðlingaflokkum verður haldið 11. – 15. ágúst. Hægt er að skrá sig hér á síðunni. Skráningu lýkur sunnudaginn 8. ágúst kl 18:00. Mótskrá verður svo birt á hér á síðunni 10. ágúst. Grillpartý og verðlaunaafhending verður á Tennisvöllum Kópavogs sunnudaginn 15.ágúst kl 16. Read More …

Mótskrá fyrir Íslandsmót utanhúss í meistaraflokki

Íslandsmótið utanhúss hefst á miðvikudaginn og er keppt í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Keppt er á völlum Tennifélags Kópavogs. Mótskrár fyrir flokkana má sjá hér fyrir neðan:

Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna verður kl 14:00 á sunnudaginn.
Read More …

Víkingsmótið 18.-20.júní

Víkingsmótið verður haldið 18.-20. júní á Víkingsvöllum Traðarlandi 1. Mótið skiptist í tvo flokka – “Míni Tennis” fyrir krakka fædd 2000 og fyrr og svo “Styrkleikaflokkur” fyrir alla aðra. Markmið með styrkleikakerfinu er að allir byrji að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið