
Category: Fréttir
Miðnæturmót Víkings var haldið í gærkvöldi
Hið árlega Miðnæturmót Víkings var haldið í gærkvöldi. Mótið tókst vel og voru spilaðar 10 umferðir af tvíliðaleik þar sem skipt var um tvíliðaleiksspilara í hverri umferð. Þátttakendur voru samtals 16 og var spilað á 4 völlum. Víkingurinn Kolbeinn Tumi sigraði mótið með því að vinna allar 10 umferðirnar og samtals 56 lotur. Read More …
Raj sigraði á Víkingsmótinu
Víkingsmótinu lauk nú um helgina með sigri Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings á Birki Gunnarssyni úr Tennisfélagi Kópavogs. Raj sigraði Birki 6-3 og 6-4. Í þriðja sæti lenti Rafn Kumar Bonifacius með sigri á Hinrik Helgasyni 7-5 og 6-2. Í tvíliðaleik sigruðu Rafn Kumar
Mótskrá fyrir Víkingsmótið 19.-20.júní
Víkingsmótið hefst á morgun laugardaginn 19.júní og stendur fram yfir á sunnudag. Keppt er í einliða- og tvíliðaleik.
Mótskrá fyrir mótið má nálgast hér.
Allir sem keppa í einliðaleik er tryggt að fá a.m.k. 2 leiki og svo verður riðlakeppni í tvíliðaleik. Mótstjóri er Raj K. Bonifacius s.820-0825. Read More …
Miðnæturmót Víkings í tennis 21. júní
Miðnæturmót Víkings í tennis verður haldið á Víkingsvöllum mánudagskvöldið 21.júní kl 19:00-23:00. Mótið hentar öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Dregið verður saman í stutta tvíliðaleiki, þannig að með- og mótspilarar eru sjaldan þeir sömu. Í lokin eru allar unnar lotur taldar saman. Mótsgjald 3.000
Víkingsmótið 18.-20.júní
Víkingsmótið verður haldið 18.-20. júní á Víkingsvöllum Traðarlandi 1. Mótið skiptist í tvo flokka – “Míni Tennis” fyrir krakka fædd 2000 og fyrr og svo “Styrkleikaflokkur” fyrir alla aðra. Markmið með styrkleikakerfinu er að allir byrji að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið
Icelandic Coca Cola Open 2010
Icelandic Coca Cola Open – Evrópumót 16 ára og yngri hefst með fyrstu leikjum kl 9:00 í dag á Víkingsvöllum Traðarlandi. Þetta er 11.árið í röð sem þetta mót er haldið á Íslandi. Mótstjóri er Raj K. Bonifacius. Að venju er góð þátttaka í mótinu.
Kópavogur Open 2010
Kópavogur Open – Evrópumót 14 ára og yngri hefst í dag á TFK völlum í Kópavogi. Góð þátttaka er í mótinu. Í stelpnaflokki U 14 eru 14 stelpur skráðar til leiks þar af 6 erlendar. Í strákaflokki eru 21 þátttakendur, þar af 12 erlendir.
Mótskrá má sjá hér fyrir neðan/Here is the draw for Kópavogur Open 2010:
Stelpur/Girls
Strákar/Boys Read More …
Ísland endaði í 9.sæti á Davis Cup
Ísland lauk þátttöku á Davis Cup í gær með 2-1 sigri á Andorra í leik um 9.sætið. Raj K. Bonifacius spilaði á móti Domenico Vicini sem spilar númer 2 fyrir San Marínó. Raj sigraði 7-6(3) og 6-4. Í hinum einliðaleiknum spilaði Andri Jónsson á móti
2-1 ósigur á móti Andorra
Ísland tapaði 2-1 á móti Andorru í gær á Davis Cup. Raj K. Bonifacius byrjaði vel í einliða og sigraði Pau Gerbaud-Farras 7-6 og 6-3 sem spilar númer 3 fyrir Andorra. Í hinum einliðaleiknum spilaði Andri Jónsson á móti Jean-Pabtiste Poux-Gautier sem er númer 1576
Ísland tapaði 2-1 á móti Möltu
Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Möltu í dag 2-1. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tapar á móti Möltu á Davis Cup frá upphafi. Þetta er líka í fyrsta skipti í 13 ár sem Arnar Sigurðsson spilar ekki fyrir Ísland á Davis Cup sem er
3-0 tap á móti gríðarsterku liði Lúxemborgar
Íslenska karlalandsliðið tapaði á móti gríðarsterku liði Lúxemborgar á öðrum keppnisdegi Davis Cup í dag. Raj K. Bonifacius tapaði á móti Laurent Bram 6-0 og 6-3. Andri Jónsson spilaði á móti Gilles Muller sem er númer 196 í heiminum í einliða og 520 í tvíliða.
Tap á móti Georgíu á fyrsta keppnisdegi
Íslenska karlalandsliðið laut í lægra haldi fyrir Georgíu í dag, 3-0 á fyrsta keppnisdegi Davis Cup í Aþenu. Raj K. Bonifacius tapaði fyrir Lado Chikhladze 6-3 og 6-3. Andri Jónsson tapaði 6-4 og 6-2 fyrir George Tsivadze. Í tvíliðaleik töpuðu Andri Jónsson og Leifur Sigurðarson