
Category: Fréttir
Arnar og Hjördís Rósa Íslandsmeistarar utanhúss
Í dag urðu Arnar Sigurðsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar Íslandsmeistarar utanhúss í einliðaleik. Arnar sigraði Birki Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs 6-0 6-1 í undanúrslitum og mætti Raj K. Bonifacius í úrslitaleiknum sem hafði sigrað son sinn Rafn Kumar 6-1
Mótskrá – Íslandsmót utanhúss meistaraflokkar
Íslandsmót utanhúss í meistaraflokki hefst á morgun á Tennisvöllum Kópavogs. Keppt er í einliðaleik karla og kvenna, auk þess sem keppt er í tvíliðaleik karla. Ekki er keppt í tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik að þessu sinni vegna ónógrar þátttöku.
Mótskrá fyrir flokkana má sjá hér. Read More …
Skráning í Íslandsmót utanhúss-Börn og unglingar
Íslandsmót utanhúss í barna- og unglingaflokkum verður haldið á Tennisvöllum Víkings 16.- 21. ágúst næstkomandi. Read More …
Skráning í Íslandsmót utanhúss – öðlingaflokkar
Íslandsmót utanhúss í öðlingaflokkum verður haldið á Tennisvöllum Þróttara 16.- 21. ágúst næstkomandi. Read More …
Skráning í Íslandsmót utanhúss-Meistaraflokkar
Íslandsmót utanhúss í meistaraflokkum verður haldið á Tennisvöllum Kópavogs 9.- 13. ágúst næstkomandi.
Spilað verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.
Hægt er að skrá sig hér á síðunni eða með því að hafa samband við mótstjóra í gegnum tölvupóst eða síma. Read More …
Ástmundur sigraði Miðnæturmót Víkings
Hið árlega Miðnæturmót Víkings var haldið 3.ágúst síðastliðinn. Mótið tókst vel og voru spilaðar sjö umferðir af tvíliðaleik þar sem skipt var um tvíliðaleiksspilara í hverri umferð. Þátttakendur voru 8 talsins og var spilað á 2 völlum í 3 klukkutíma – með smá hléi fyrir 200 gramma hamborgara.
Fimm íslenskir tennisspilarar á verðlaunapall á Espergærde Open
“Espergærde Open” mótinu í Danmörku lauk núna síðastliðinn sunnudag með glæsibrag þar sem 5 íslenskir keppendur komust á verðlaunapall. Sofía Sóley Jónasdóttir sem er einungis 8 ára gömul lenti í öðru sæti í 10 ára og yngri stelpna þar sem hún tapaði 6-2 6-3 í
Íslensku tenniskrakkarnir enduðu mótið í Köge með stæl
Köge Sommer Cup endaði í gær með góðum árangri íslensku tenniskrakkana sem eru á keppnisferðalagi í Danmörku. Anna Soffía Grönholm sigraði 12 ára og yngri flokkinn örugglega gegn Hönnuh Viller Möller í úrslitum 6-2 6-0. Melkorki I. Pálsdóttir var í öðru sæti í b-keppninni í
Góður árangur hjá tenniskrökkunum í Danmörku
Íslensku tenniskrakkarnir sem eru við keppni í Danmörku hefur gengið vel á mótunum sem þau taka þátt í. Í dag kepptu krakkarnir á mótum í Espergærde og Köge og áttu góðan dag. Í mótinu í Köge náðu tveir íslendingar í úrslit í 16 ára og
Miðnæturmóti Víkings frestað til 3.ágúst
Miðnæturmót Víkings í tennis sem átti að fara fram í gærkvöldi var frestað vegna veðurs og verður því haldið á Víkingsvöllum miðvikudagskvöldið 3.ágúst kl 19:00. Mótið hentar öllum, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Dregið verður saman í stutta tvíliðaleiki, þannig að með- og mótspilarar eru
Birkir spilar fyrir tennisklúbb í Þýskalandi
Birkir Gunnarsson, 19 ára landsliðsmaður úr Tennisfélagi Kópavogs hefur verið að keppa og æfa hjá þýska tennisklúbbnum TA TV Vaihingen undanfarnar vikur. Birkir spilar nr.1 fyrir karlalið 2 hjá félaginu. Margir af bestu tennisspilurum Íslands hafa spilað fyrir þennan klúbb í gegnum tíðina, meðal annars
Raj sigraði í einliðaleik á Víkingsmótinu
Víkingsmótið fór fram 8.-10. júlí síðastliðinn. Raj K. Bonifacius sigraði son sinn Rafn Kumar Bonifacius í úrslitaleiknum 6-3 6-0 í ITN styrkleikaflokki einliða. Í þriðja sæti varð Hinrik Helgason sem sigraði Sverri Bartolozzi 6-3 6-2 í leik um þriðja sætið. Ingimar Jónsson sigraði í ITN