Fyrsta dómaranámskeiði ársins lauk í dag í Laugardal. Þátttakendur voru Arnaldur Máni Birgisson, Daniel Wang Hansen, Eliot Benjamín Robertet, Eydís Magnea Friðriksdóttir og Pétur Ingi Þorsteinsson.
Þau fengu góða kynningu með kennslugögnum alþjóða tennissambandsins varðandi hlutverk dómara og reglur tennisíþróttarinnar. Hver nemandi fékk sína eigin dómaramöppu með tveimur skorkortum, línudómara leiðbeiningum, dómara handbók og reglubók.
Fyrsta daginn fórum við yfir hlutverk dómara og tegund þeirra; tennisvalla mælingar; reglurnar í tengslum við uppgjöf og hvernig stig eru talin. Hindrarnir, leiðréttingar, talning og tækni sem þarf til að vera góður línudómari. Við skoðuðum nokkur myndbönd varðandi ýmis atvik í tenniskeppni og kynning um hvernig “Hawk eye” – myndavéladómgæslukerfið, virkar. Krakkarnir fengu svo æfingu í að fylla út dómara skorkort. Á stórmótum í tennis eru samtals 10 dómarar við hvern leik.
Seinni daginn var skoðað myndbandsefni um tennis reglurnar og ákvarðarnir stóldómarans. Stóldómarar bera ábyrgð á ákveðnum þáttum tennisleiksins en svo hefur yfirdómari mótsins líka ábyrgð sem bæði leikmenn og dómarinn gæti leitað til þegar það kemur að tennis lögum. Hegðunarreglurnar og tímatöku, ávarp stóldómara til leikmanna og aðstandenda, hjólastóltennis og hvað á að gera til að leiðrétta mistök, hvernig einliðaleiks netstangir eru notaðar og muninn á einliða og tvíliða voru umfangsefni dagsins. Í lok námskeiðsins luku krakkarnir við að fylla út skorkortið.
“Það var frábært að fá þetta unga fólk á namskeiðið og hafa þau mikinn áhuga á að dæma. Ég held að þessi fræðsla hafi gagnast þeim talsvert þar sem þau eru að læra fleiri tennis reglur sem mun hjálpa þeim bæði til að keppa og dæma.”
-Raj Bonifacius
Næsta dómaranámskeið hefst laugardaginn 9.júní – https://tsi.is/2018/0