Tennis Europe U16 mót í Tennishöllinni lokið

Evrópumót undir 16 ára fór fram í Tennishöllinni Kópavogi 28. maí – 3. júní 2018.

Átján drengir tóku þátt, þar af fjórir frá Íslandi. Sigurvegari var Nicolas Moser frá Austurríki.

Sjö stúlkur tóku þátt í mótinu og ein frá Íslandi. Sofia Sóley Jónasdóttir náði í úrslit en tapaði úrslitaleiknum á móti Áströlsku stúlkunni Chloe Isabella Tsang (63 62).

Sofia Sóley Jónasdóttir og Chloe Isabella Tsang sigruðu svo tvíliðakeppnina í úrslitaleik við Amelie Gindl og Sara Hutter (60 61) sem báðar eru frá Austurríki.

Frábær árangur hjá – til hamingju með það Sofia Sóley!