Anna Soffia Grönholm og Birkir Gunnarsson, bæði úr Tennisfélagi Kópavogs, sigruðu í kvenna- og karlaflokki á Jólamóti Tennishallarinnar og bikarmóti TSÍ sem lauk nú fyrir áramót.
Keppendur voru um 120 að þessu sinni en spilað var í barnaflokkum, meistaraflokkum, öðlingaflokkum 30 ára og eldri, ljúflingaflokki 40 ára og eldri og byrjendaflokkum. Í öllum flokkum var keppt bæði í kvenna- og karlaflokkum.
Anna Soffía sigraði Heru Björk Brynjarsdóttur úr Fjölni í úrslitaleiknum í meistaraflokki kvenna, 6-1 og 6-3.
Birkir sigraði Rafn Kumar Bonifacius úr Víkingi, 6-1 og 6-4, í úrslitaleiknum í meistaraflokki karla. Í þriðja sæti var Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs en Hjalti Pálsson gaf leikinn um þriðja sætið.
Í tvíliðaleik karla sigruðu feðgarnir Rafn Kumar Bonifacius og Raj K. Bonifacius. Þeir sigruðu Jón Axel Jónsson og Magnús Gunnarsson, báðir úr Tennisfélagi Kópavogs, 6-2 og 6-2.
Öll önnur úrslit í mótinu má sjá hér fyrir neðan:
- Meistara- og öðlingaflokkar
- 10 ára og yngri
- 12 ára og yngri strákar
- 12 ára og yngri stelpur
- 14 ára og yngri strákar
- 14 ára og yngri stelpur
- 16 ára og yngri strákar
- 16 ára og yngri stelpur
- 18 ára og yngri strákar
- 18 ára og yngri stelpur
Tvíliðaleikur