Emilía Eyva valin til að keppa á Tennis Europe U12 Festival

12 ára Emilía Eyva Thygesen hefur verið valin til að keppa á Tennis Europe U12 Festival sem haldið verður í Rafa Nadal Akademíunni í Majorka um miðjan nóvember. Mótið er boðsviðburður og voru rúmlega 60 einstaklingar hvaðanaf úr Evrópu valdir til að taka þátt. Emilía komst inn sem wild card og hefur hún staðið sem ótrúlega vel upp á síðkastið og vann til dæmis 14 ára og yngri flokkinn á smáþjóðaleikunum í ágúst, bæði í einliða og tvíliða, og hefur unnið þrjú önnur gull í tvíliða og enn annað í einliða á Evrópumótum á árinu.

 

Við hjá TSÍ óskum Emilíu innilega til hamingju með árangurinn og auðvitað góðs gengis!

 

Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar:

https://www.tenniseurope.org/news/149686/Europes-top-12-Under-players-to-meet-at-seasonending-Festival?fbclid=IwAR3pVye9rHxyxkT2lY47kfCYeVsEhiR15UvD4xt66UVW80T9aRMpuZQS2QQ