TSÍ Dómaranámskeið, 14., 15.  &  20. október 2023

TSÍ Dómaranámskeið, 14., 15.  &  20. október 2023 

Dómaranámskeið er fyrir alla fædda 2009 og fyrr sem hafa áhuga á að læra tennisreglurnar og hvernig það er að dæma tennisleik – bæði sem línudómari og/eða stóldómari.   Kennslugögn eru frá alþjóða tennissambandinu og fá þátttakendur möppu með reglubók, skorkort og myndrænar leiðbeiningar.  Kennslan fer fram í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 3.hæð,  salur A (Engjavegur 6, 104 Reykjavík) og Tennishöllinni í Kópavogi (Dalsmári 13, 201 Kópavogur).

Dagsetningar: 

  • Laugardaginn, 14. október, kl. 9 – 16 (Íþróttamiðstöðinni í Laugardal)
  • Sunnudaginn, 15. október kl. 15 – 18 (Íþróttamiðstöðinni i Laugardal)
  • Föstudaginn, 20. október,  kl.18.30-20.30 (Tennishöllinni í Kópavogur)

Loka skráningardagur er fimmtudaginn, 12. október og námskeiðið stendur öllum til boða og að kostnaðarlausu. Konur eru sérstaklega hvattar til að mæta enda vantar fleiri kvendómara í hreyfinguna.
Kennari námskeiðisins er alþjóða (ITF) tennis dómari,  Raj K. Bonifacius.  Hér er skemmtileg upphitun – http://graphics.wsj.com/are-you-good-enough-to-be-a-tennis-line-judge/

Skráning er nú lokað fyrir námskeiðið.