Emilía Eyva Thygesen og Garima N. Kalugad sigruðu tvíliðaleiks keppni á Smáþjóðaleikunum U14 í tennis í dag í Lúxemborg. Stelpurnar sigruðu Zoe-Cheyenne Heins og Eleonore Cornelis frá Lúxembourg, 4-6, 6-1, 10-2, fyrsti titill sem Ísland hefur unnið í tennis á Smáþjóðaleikum. Í undanúrslitum í einliðaleik í dag vann Emilía á móti númer tvö í mótinu, Andreu Georgiou Papakyriacou frá Kýpur, 7-6 (6), 6-3. Heins, sem er númer eitt í mótinu, vann Garimu 6-4, 6-0 í hinum undanúrslitaleiknum. Á morgun keppir Emilía við Heins í úrslitaleiknum og Garima við Papakyriacou um bronsið. Kurt Bonnici vann Andri Mateo Uscategui Oscarsson í einliðaleik 6-1, 6-1 og keppir Bonnici næst við Ómar Páll Jónasson uppá 13.sæti á morgun.