Íslenska Kvennalandsliðið er mætt til Skopje í Norður Makedóníu til að keppa á Billie Jean King Cup

Íslenska Kvennalandsliðið er mætt til Skopje í Norður Makedóníu til að keppa á Billie Jean King Cup – Heimsmeistaramótinu í liðakeppni (Europe Group III). Liðið er búið að koma sér vel fyrir og tók fyrstu æfinguna sína á leirvöllunum í dag sem gekk vonum framar. Mótið verður haldið yfir dagana 18-24 júní.
Liðið samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:  Sofia Sóley Jónasdóttir, Anna Soffía Grönholm, Bryndís María Armesto Nuevo og Eygló Dís Ármannsdóttir og kvenna landsliðsþjálfari Jón Axel Jónsson.
Eftirfarandi 11 þjóðir taka þátt:  Albanía, Armenía, Azerbaídsjan, Kýpur, Finnland, Ísland, Lúxemborg, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Moldavía og San Marínó.
Mótinu er skipt niður í 2 riðla þar sem öll liðin í hverjum riðli munu spila gegn hvort öðru í “round robin” kerfi sem leiðir svo í umspil gegn liðum annarra riðla. Kepptir eru tveir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur í hverri viðureign best af þremur settum og með forskoti.
Íslenska liðið var dregið í Riðil B ásamt Finnlandi, Norður Makedóníu, Moldavíu, Albaníu, og Azerbaídsjan.
Fyrsti leikur Íslenska liðsins verður spilaður á morgun, mánudaginn 19.júní gegn Moldavíu sem er eitt af sterkari liðum keppninnar.
Leikar byrja kl.8:00 að íslenskum tíma og hægt verður að fylgjast með stöðu leikja á eftirfarandi slóð: https://live.billiejeankingcup.com/en/tie-overview.php/ALL-LIVE
ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!