Það er búið að vera nóg að gera í tennisheiminum síðustu daga en í gær lauk TSÍ 100 – stórmóti TFK eftir 5 daga af miklu spili hjá leikmönnum á aldrinum 5 – 65 ára. Spilaðir voru yfir hundrað leikir í alls 13 flokkum en endaði keppnin síðan á úrslitaleikjum í ITN opna flokknum. Þar mættust Garima N. Kalugade og Egill Sigurðsson í úrslitaleik og Saulé Zukaskaite og Þengill Árnason kepptu um þriðja sætið. Leikurinn um fyrsta sætið fór 6-0, 6-1 fyrir Agli og leikurinn um þriðja sætið 6-1, 6-0 fyrir Þengli. Hér má nefna að Garima er aðeins tólf ára gömul og Saulé fimmtán og því virkilega góður árangur hjá þessum efnilegu spilurum og það í opnum flokki.
Verðlaun voru hins vegar veitt í annars vegar kvenna flokki og hins vegar karla. Fyrsta sætið í karla flokknum fór til Egils, annað til Þengils og í því þriðja var Jónas Páll. Í kvennaflokknum var það Garima sem tók fyrsta sætið, Saule annað og eiga Anna Soffía og Eva Diljá eftir að mætast í leik um þriðja sætið, en er það eini leikurinn sem eftir á að spila í mótinu.
Í ITN flokknum í tvíliða var sömuleiðis spennandi barátta en í úrslitaleik mættu Anna Soffía og Selma Dagmar þeim Andra Mateó og Ómari Pál, leikurinn fór Önnu og Selmu í vil. Einnig var keppt í u16, u14, u12, mini tennis og auðvitað 30+ og 50+ flokkunum.
Í kjölfar úrslitaleikjana var haldin verðlaunaafhending þar sem nóg var um glaðninga frá ýmsum fyrirtækjum fyrir verðlaunahafa og gæddu keppendur og aðrir gestir sér á pizzum.
Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttökuna!
Öll úrslit (til að sjá niðurstöður leikjana: https://tfk.is/stormot-tfk/ )
Heiti flokks | 1. sæti | 2. sæti | 3. sæti |
ITN tvíliða | Selma Dagmar Óskarsdóttir / Anna Soffía | Ómar Páll Jónasson / Andri Mateo | Vladislav Khvostov / Valdimar Eggertsson |
Meistaraflokkur kk | Egill Sigurðsson | Þengill Alfreð Árnason | Jónas Páll Björnsson |
Meistaraflokkur kvk | Garima Nitinkumar Kalugade | Saule Zukauskaite | Anna Soffía Grönholm/Eva Diljá Arnþórsdóttir |
50+ tvíliða | Heimir Þorsteinsson + Hanna | Monica Maria Catharina van Oosten + Sandra | |
50+ karlar | Jonathan R H Wilkins | Thomas Beckers | Magnús Kjartan Sigurðsson |
30+ tvíliða | Ólafur Helgi Jónsson / Kolbeinn Tumi Daðason | Jonathan R H Wilkins / Thomas Beckers | Bryndis Björnsdóttir / Ragna Sigurðardóttir |
30+ konur | Ragna Sigurðardóttir | Bryndis Björnsdóttir | Belinda Navi |
30+ karlar | Jónas Páll Björnsson | Hjalti Sigurjón Andrason | Algirdas Slapikas |
U16 tvíliða | Hákon Hafþórsson / Elvar Magnússon | Ewald Mateo Moura Pálsson / Thomas Páll Moura | Magdalena Lauth / Björk Víglundsdóttir |
U14 tvíliða | Valtýr Gauti / Viktor | Gabriela Lind / Joy | |
U12 tvíliða | Jóhann Freyr/Óðinn Freyr | Hekla/Gerður Líf | Bruno/Hinrik |
U16 kvenna | Hildur Eva Mills | Þóranna Sturludóttir | Hildur Helga Sigurðardóttir |
U16 karla | Ómar Páll Jónasson | Andri Mateo Uscategui Oscarsson | Daniel Pozo |
U14 kvenna | Gerður Líf Stefánsdóttir | Joyceline Banaya | María Ósk J. Hermannsdóttir |
U14 karla | Ómar Páll Jónasson | Valtýr Gauti Björnsson | Óliver Jökull Runólfsson |
U12 kvenna | Gerður Líf Stefánsdóttir | Margrét Ívarsdóttir | Hekla Eiríksdóttir |
U12 karla | Jóhann Freyr Ingimarsson | Jón Reykdal Snorrason | Juan Pablo Moreno Monsalve |
U10 | Tomas Marshall | Paula Marie Moreno Monsalve | Hekla Eiríksdóttir |
Myndir frá verðlaunaafhendingunni: