Tap gegn sterkum Finnum í BJK Cup í dag

Íslenska Kvennalandsliðið keppti fimmtu viðureign sína í dag gegn Finnlandi á Heimsmeistaramótinu í liðakeppni sem fram fer í Skopje, höfuðborg Makedóníu.
Ísland tapaði viðureigninni 3-0 gegn feykilega sterku liði Finna sem endaði í 2.sæti B riðils.
Anna Soffía Grönholm spilaði nr.2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Millu Kotamaeki sem er nr.1360 á heimslistanum.  Anna spilaði ágætlega en tapaði þó 6-1 6-1 gegn Millu sem gaf ekki mörg færi á sér í dag.
Sofia Sóley Jónasdóttir spilaði nr.1 einliðaleikinn gegn Ellu Haavisto sem er nr.1107 á heimslistanum. Sofia átti erfitt uppdráttar í fyrsta settinu en fann svo taktinn í seinna settinu og komst í hörkusett þar sem hún leiddi 3-2 á tímabili. Sofia missti þó forystuna á endanum og tapaði settinu 6-3 eftir mikla baráttu.
Í tvíliðaleiknum kepptu Eygló Dís Ármannsdóttir og Bryndís Rósa Armesto Nuevo fyrir hönd Íslands gegn Millu Kotamaeki og Stellu Remander. Þetta var erfiður tvíliðaleikur fyrir Ísland en stelpurnar náðu samt sem áður að sýna flotta takta inn á milli og stríða þeim finnsku. Leikurinn tapaðist 6-1 6-1
Á morgun keppir Íslenska liðið sjötta og síðasta leikinn sinn í mótinu gegn San Marino kl.7:00 á íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með stöðu leikja í beinni á eftirfarandi slóð: https://live.billiejeankingcup.com/en/tie-overview.php/ALL-LIVE

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!