Billie Jean King Cup – erfiðan leik á móti Makedóníu í dag

Íslenska Kvennalandsliðið keppti fjórðu viðureign sína í dag gegn Makedóníu á heimsmeistaramótinu í liðakeppni sem fram fer í Skopje, höfuðborg Makedóníu. Ísland tapaði viðureigninni 3-0 gegn gríðarlega sterku liði heimamanna sem trónir núna á toppi B riðils með fullt hús stiga. Anna Soffía Grönholm spilaði nr.2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Magdalenu Stoilkovska sem er nr. 1339 á heimslistanum. Anna spilaði mjög vel í fyrsta settinu en tapaði 6-1 sem er í raun magnað miðað við hversu jafnar loturnar voru. Í seinna settinu spilaði Magdalena gríðarlega vel og vann örugglega 6-0.  Sofia Sóley Jónasdóttir spilaði nr.1 einliðaleikinn gegn Linu Gjorcheska sem er nr.246 á heimslistanum og einn af allra sterkustu spilurum mótsins. Sofia átti fínasta leik og tókst að stríða henni í fyrsta settinu og átti nokkra sénsa að jafna í stöðunni 3-2 en tapaði settinu 6-2. Í seinna settinu setti Lina í næsta gír og tók öll völd og kláraði seinna settið 6-0 Í tvíliðaleiknum kepptu Sofia og Anna á móti Ivu Daneva og Aleksöndru Simeva sem er nr.1408 á heimslistanum í tvíliðaleik. Sofia og Anna spiluðu ágætlega og sýndu flotta takta en náðu þó aldrei nægilega miklum takti til að setja þær Makedónsku undir almennilega pressu og töpuðu leiknum á 6-3 6-3.
Það verður að segjast að stelpurnar hafi staðið sig mjög vel í dag miðað við aðstæður þar sem hitinn fór upp í 35 gráður og á sama tíma voru áhorfendur ekki beint með okkur liði…
Á morgun keppir Íslenska liðið fimmta og síðasta leikinn sinn í B riðli gegn Finnlandi kl.8:00 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með stöðu leikja í beinni á eftirfarandi slóð:
https://live.billiejeankingcup.com/en/tie-overview.php/ALL-LIVE

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!