Tennis keppendur staðfestir fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu

Íslenska tennis landsliðið mun fara til Möltu n.k. sunnudag til að keppa á Smáþjóðaleikunum (28. maí – 4. júní). Keppnisgreinar í tennis eru einliðaleikur, tvíliðaleikur og tvenndarleikur.  Í kvenna flokki keppa Sofia Sóley Jónasdóttir og Anna Soffía Grönholm í einliða og tvíliðaleik. Hjá körlunum munu Rafn Kumar Bonifacius og Anton Jihao Magnússon keppa í einliða og tvíliðaleik.   Sofia Sóley og Rafn Kumar munu keppa saman í tvenndarleik. Landsliðsþjálfarar Andri Jónsson (karla) og Jón Axel Jónsson (kvenna) munu fylgja liðinu og hefst keppnin mánudaginn, 29. maí.  Hér er keppendalisti leikanna – GSSE 2023_Nafnalisti þátttakenda_Lokalisti