Breyting á liði Smáþjóðaleikanna

Það hefur verið gerð breyting á karla liðinu sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum á mánudaginn. Vladimir Ristic mun keppa í stað Rafns Kumar Bonifacius, bæði í einliðaleik og tvíliðaleik ásamt Antoni Jihao Magnússon. Anton Jihao mun taka stað Rafns í tvenndarleik og keppir með Sofiu Sóley Jónasdóttir. Vladimir vann sína landsleiki á móti Færeyjum s.l. febrúar og á átta Davis Cup landsleiki að baki. Rafn Kumar lenti í bílslysi í gær og er ekki í líkamlegu ástandi til að ferðast né keppa.